Markaðir lækkuðu í dag í Evrópu í framhaldi af misgóðum uppgjörum nokkurra af stærstu fyrirtækja álfunnar, þeirra á meðal Bayer, að því er fram kemur hjá WSJ. Handelsblatt í Þýskalandi segir frá því að efna- og lyfjasamsteypan Bayer hafi lækkað um 4,7% þrátt fyrir að hafa skilað methagnaði. Tölurnar séu hins vegar lægri en spáð hafði verið, er haft eftir miðlara.

Í Bretlandi nam lækkunin 1,8%, í Frakklandi 2,1% og á Norðurlöndum lækkaði OMXN40 vísitalan um 1,7%. Norski markaðurinn lækkaði hins vegar tiltölulega lítið, eða um 0,1%.