Bréf orkufyrirtækja og hráefnisframleiðenda fóru fyrir lækkun á Bandaríkjamarkaði í dag vegna vaxandi áhyggja af samdrætti í eftirspurn eftir olíu og málmum. Bloomberg greinir frá þessu.

Bréf U.S. Steel Corp, næststærsta málmframleiðanda Bandaríkjanna, lækkuðu um 11% í dag eftir að greiningardeilt UBS bankans ráðlagði mönnum að selja bréf félagsins.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 3,0% í dag. Dow Jones lækkaði um 2,4% og Standard & Poor´s lækkaði um 3,2%.

Olíuverð lækkaði um 2,0% í dag og kostar olíutunnan nú 62,9 Bandaríkjadali.