Tryggingarisinn Lloyd´s of London stefnir á opnun skrifstofu innan Evrópusambandsins nú þegar hyllir undir úrsögn Bretlands úr sambandinu.

Missa væntanlega starfsrétt

Framkvæmdastjórinn Inga Beale væntir þess að 4% af tekjum fyrirtækisins gætu tapast í kjölfar útgöngu Bretlands, vegna þess að Lloyd´s mun missa réttinn til að starfa alls staðar í Evrópusambandslöndum.

Afleiðingar þjóðaratkvæðagreiðslunnar er „meiriháttar mál fyrir okkar að kljást við,“ sagði hún. Fyrsta hálfa árið nam hagnaður fyrirtækisins 1,46 milljörðum punda, eða 218 milljarðar íslenskra króna, sem er aukning frá 1,20 milljörðum punda á sama tímabili fyrir ári.

Byrjaði sem kaffihús

Lloyd´s er ein af elstu stofnunum Bretlands, en starfsemina má rekja til ársins 1688, þar sem markaður fyrir skipatryggingar myndaðist á kaffihúsi Lloyds. Félagið, sem starfar sem markaður fyrir tryggingar, er leiðandi í tryggingum og endurtryggingum á heimsmarkaði.

Einblínir Lloyds sér að sértækum mörkuðum, eins og sjávar, orku og stjórnmálaáhættu. Á þessu ári tryggði félagið til dæmis bragðlauka súkkulaðismakkara Cadbury´s sælgætisframleiðandans.

Ætla að halda stöðu sinni

Um 11% af tryggingariðgjöldum félagsins koma frá meginlandi Evrópu, en fyrirtækið ætlar sér að halda stöðu sinni í kjölfar úrsagnarinnar. Þó hefur ekki verið ákveðið hvort fyrirtækið muni stofna útibú í ákveðnum ESB löndum, eða stofna dótturfélag sem nái yfir sambandið allt.

„Þessu fylgir ákveðinn skortur á öryggi fyrir okkar viðskiptavini. Fyrirtæki geta ekki bara beðið,“ sagði hún. „Stjórnir munu krefjast þess að áætlanir séu gerðar.“

Færa út kvíarnar út um allan heim

Stjórnarformaður fyrirtækisins, John Nelson, segir að mikil samkeppni sé í tryggingageiranum.

„Á sama tíma og við erum að starfa við erfiðar aðstæður, hefur okkur tekist að ná miklum árangri í að ná markaðsstöðu í hraðvaxandi nýmörkuðum út um allan heim,“ sagði John.

„Árið 2016 höfum nýtt endurtryggingarleyfi í Indlandi og malasíu, ásamt því að opna nýjar skrifstofur í Bogota, Kólumbíu. Þetta er í takti við aukinn vöxt í Dubai, Kína og öðrum hefðbundnum mörkuðum, sérstaklega í Bandaríkjunum.“