Breski bankinn Lloyds hyggst bjóða fjárfestum einn ókeypis hlut fyrir hverja 20 hluta sem þeir kaupa og geyma í að minnsta kosti eitt ár. Paul Pester, stjórnarformaður TSB, sagði í viðtalil við Financial Times búast við að 15-20 prósent af hlutunum yrðu boðnir fjárfestum. Hann varaði við því að bankinn gæti ekki borgað arð fyrr en árið 2017. Viðskipti okkar snúast um gróða, sagði Pester, og við ætlum okkur að fjárfesti hverjum aur í gróða þannig að við munum ekki borga umtalsverðan arð. Það mun hafa áhrif á verðmat okkar.

Sérfræðingar hafa gefið í skyn að TSB gæti verið metið nálægt 1,5 milljörðum punda á markaðsverði. Það væri töluvert hærra en 750 milljóna punda söluverðið sem Co-operative bankinn samþykkti áður en hann hætti við boðið sökum eiginfjárvanda.

Pester sagði að síðan TSB aðskildist Lloyds í september síðastliðnum hafi viðskiptafjöldi bankans aukist og að bankinn hafi verið að opna fjórum til fimm sinnum fleiri bankareikninga á mánuði heldur en undir stjórn Lloyds. TSB hyggst einnig auka framboð á húsnæðislánum með því að selja þau í gegnum miðlara.

TSB er með 4,5 milljónir viðskiptavina og rekur 631 útibú. Lloyds banka var skipað af Brussel að selja TSB sem hluta af samningi um 20 milljarða punda björgun ríkisins árið 2008. Salan á TSB hefur kostað Lloyds um 1,6 milljarða punda. Lloyds hefur þangað til lok árs 2015 til að selja eftirstandandi hluta sína í TSB.

Pester sagði að skráninginn á markaðinn væri mikilvægur hornsteinn í því að TSB verði að sjálfstæðum banki sem muni auka samkeppni á bankamarkaðinn.