Löður hefur tekið yfir rekstur bílaþvottastöðva N1. Fyrirtækið rekur nú samtals þrettán bílaþvottastöðvar, en ellefu þeirra eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu, ein í Reykjanesbæ og ein á Akureyri.

„Við erum afar ánægð og stolt með að fjölga þvottastöðvum Löðurs úr sex í þrettán og auka þannig til muna þjónustuna við okkar viðskiptavini. Okkur finnst sérlega ánægjulegt að vera nú einnig komin með stöðvar í Reykjanesbæ og á Akureyri. Við erum auk þess með í bígerð að opna Löður þvottastöðvar í Mosfellsbæ og Hafnarfirði,“ segir Páll Mar Magnússon, framkvæmdastjóri Löðurs.

Hann bætir við að fyrirtækið bíði eftir samþykki frá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðrar stöðvar þar í bæ en er bjartsýnn á að það fáist.