Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í viðtali við Mbl.is að hann stefni að því að ræða við Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, um helgina til að fara yfir stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum.

Þar kemur fram að Samfylkingin útiloki ekki neina kosti og hann bendir jafnframt á það að staðan sé mjög snúin. Logi segist jafnframt ætla að heyra í formönnum annarra flokka á næstunni.

Hann telur líklegt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skili stjórnarmyndunarumboðinu ef að Viðreisn og Björt framtíð standi fast á kröfum sínum um umbætur.

Í gær skrifaði Logi að Samfylkingin gæti verið sá bútur sem vantaði upp á í ríkisstjórn.