Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari hefur sent lekamál tengt innanríkisráðuneytinu til „viðeigandi meðferðar við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.“ Þetta kemur fram á vef Ríkissaksóknara en ekki er útskýrt nánar hvað felst í viðeigandi meðferð.

Ríkissaksóknara bárust í gær umbeðnar upplýsingar og gögn vegna kæru um meðferð persónuupplýsinga sem tengjast málinu. Ríkissaksóknari framsendi svo kæruna í dag til lögreglunnar, ásamt gögnum sem henni fylgdu og gögnum sem borist hafa frá innanríkisráðuneytinu.