Í lok ársins 2014 gerði Kauphöllin lista yfir þá 10 hluti sem helst mættu betur fara til þess að bæta íslenskt fjárfestingarumhverfi. Aðgerðirnar voru þá til þess fallnar að auðvelda íslenskum fyrirtækjum leiðina á markað, og hins vegar að glæða áhuga fjárfesta á verðbréfamarkaðnum.

Listinn er eftirfarandi:

  1. Rýmka undanþágu frá birtingu lýsinga
  2. Rýmka heimildir um umsjón með töku til viðskipta og gerð lýsinga
  3. Stytta ferli við töku til viðskipta ✓
  4. Staðlaðir skilmálar skuldabréfa
  5. Auka fræðslu til markaðsaðila ✓
  6. Auka gagnsæi á reglum og viðurlagabeitingum ✓
  7. Auknar heimildir lífeyris- og verðbréfasjóða til verðbréfalána
  8. Styrkja verðmyndun á skuldabréfamarkaði í mikilli óvissu ✓
  9. Rýmka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga á MTF ✓
  10. Skattafrádráttur fyrir einstaklinga til hlutabréfakaupa

Hverjum lið sem merktur er með '✓' hefur verið lokið, meðan afgangur aðgerðaráætlunarinnar er í vinnslu eða til skoðunar hjá stjórnvöldum. Þá má búast við því að frekari rýmkanir og umbætur muni eiga sér stað á komandi misserum.