*

sunnudagur, 25. ágúst 2019
Erlent 20. janúar 2016 12:56

Lokun landamæra myndi kosta 425 milljarða

Forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að vegabréfaeftirlit sé dýrkeypt.

Ritstjórn
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.

Vegabréfaeftirlit á landamærum í Evrópu þar sem það sé ekki til staðar núna myndi kosta um 3 milljarða evra, um 425 milljarða króna, á ári í töpuðum viðskiptum að sögn Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Með ummælunum var hann að hvetja til þess að ríki Evrópu myndu ekki taka ákvarðanir í fljótfærni í kjöldar mikillar aukningar flóttamanna í álfunni.

Juncker sagði að milljónir færu yfir landamærin á degi hverjum og að hver tími sem færi í landamæraeftirlit væri tapaður tími sem væti betur nýttur í annað. Juncker sagði að tölurnar væru varfærnislega áætlaðar af framkvæmdastjórninni en viðskipti milli landa Evrópusambandsins nema 2.800 milljörðum evra. Hann bætti einnig við að samkvæmt sjálfstæðu mati þá gæti lokun eyrarsundsbrúarinnar kostað um 300 milljónir evra, eða um 42,5 milljarða.

„Ef við lokum landamærunum þá skoðum við innri markaðinn. Við munum þá einn daginn efast um hvort að við þurfum sameiginlegan gjaldmiðil ef það er enginn innri markaður, ekkert flæði starfsmanna yfir landamæri.“

Bæði Juncker og Angela Merkel, kanslari Þýskalands hafa undanfarið tengt lokun landamæra við sameiginlegan gjaldmiðil innan Evrópu og Evrópusamstarf.