Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á tæplega 20% hlut í Foss Fasteignafélagi Slhf. sem keypti höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíku af OR í nóvember 2013. A deild LSR er stærsti einstaki eigandinn með umræddan hlut samkvæmt ársreikningi  Foss en þar á eftir kemur Festa Lífeyrissjóður með 17,5% hlut. Straumur Fjárfestingarbanki á 16,5% hlut.

Sjö lífeyrissjóður eiga svo allir undir 10% hlut en það eru Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Stafir lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, Almenni lífeyrissjóðurinn og Lífeyrissjóður Verkfræðinga.