Lundakjöt sem boðið er til sölu rýkur út. „Það er bara hrun í lundavarpi í Eyjum og það er mikil vöntun á lundakjöti á markaðnum,“ segir Hólmgeir Einarsson sjávardýrasali í samtali við Morgunblaðið í dag. Hólmgeir rekur Fiskbúð Hólmgeirs þar sem hann selur einnig dýr á borð við lunda og hnísu þegar það er í boði.

Hólmgeir auglýsti lunda til sölu á facebook í síðustu viku. „Salan gekk vel og viðtökurnar voru mjög góðar. Ég seldi eina 100 fugla á tveim ur dögum og ég er bara nokkuð sáttur við það miðað við hvað þetta er sjaldan til,“ segir hann í samtali við blaðið.

Lundinn sem Hólmgeir seldi var frá Flatey á Skjálfandaflóa.