Kaupin, sem voru staðfest í dag hljóðuðu upp á 14 milljarða dollara.

Fyrirtækið Medivation framleiðir lyf sem notað er til meðferðar á blöðruhálskrabbameini og er framarlega í flokki fyrirtækja sem sérhæfa sig í slíkum lyfjum.

Pfizer greiðir 81.50 dollara á hlut fyrir Medivation.

Pfizer er því orðið að risa á markaðinum og nú bæði fyrirtæki sem framleiðir lyf fyrir brjóstakrabbamein og aðrar tengdar vörur.

Nýlega reyndi fyrirtækið Pfizer samruna við írska fyrirtækið Allegran plc., sem hefði verið stærsti samruni lyfjafyrirtækja sögunnar. En vegna breytinga á skattalögum í Bandaríkjunum varð ekkert úr samrunanum.