Lykill fjármögnun hefur lokið skuldabréfaútboði í nýjum skuldabréfaflokk. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar er um að ræða óverðtryggðan flokk sem ber 4,2% fasta vexti og er á lokagjalddaga þann 27. nóvember árið 2020 eða eftir slétt ár.

Seld voru skuldabréf að nafnvirði 2 milljarða króna á genginu 100 eða á pari. Það voru Fossar markaðir sem höfðu umsjón með útboðinu fyrir hönd Lykils.