Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, var með 2,7 milljónir króna í mánaðarlaun á síðasta ári. Heildarlaun hans í fyrra námu rétt rúmum 32,5 milljónum króna í fyrra. Ómar og framkvæmdastjórar fyrirtækisins geta öðlast tilkalla til kaupaukagreiðslna á grundvelli ráðningasamninga gangi eftir áætlanir um rekstrarhagnað fyrir afskriftir, fjarmagnliði og skatta. Verði niðurstaðan ekki innan frávik fellur rétturinn niður. Miðað við viðmiðunarreglur Vodafone gæti Ómar fengið mest um 8 milljónir króna í kaupaukagreiðslu nái hann markmiðum í rekstri en aðrir minna.

Heildarlaun Ómars og sjö framkvæmdastjóra Vodafone námu samtals rétt tæpum 189,5 milljónum króna á síðasta ári.

Fram kemur í skráningarlýsingu Vodafone að umfang kaupaukagreiðslna sé með hliðsjón af þeim reglum sem Fjármálaeftirlitið hafi sett fjármálafyrirtækjum að því leyti að fjárhæð kaupaukagreiðslu verði ekki hærri en sem nemur 25% af heildarárslaunum viðkomandi starfsmanns.

Hafa enga kauprétti

Þá kemur fram í skráningarlýsingunni að forstjóri og framkvæmdastjórar Vodafone njóti bifreiðahlunninda auk þess sem fyrirtækið leggur þeim til síma og tölvu og greiðir kostnað af nettengingum. Þá kaupir Vodafone líf- og sjúkdómatryggingar fyrir lykilsstjórnendur. Félagið hefur ekki lagt til hliðar greiðslur vegna lífeyrisframlags, starfsloka eða svipaðra hlunninda til viðbótar við það sem lög gera ráð fyrir. Félagið hefur ekki gert samninga við stjórnarmenn eða framkvæmdastjóra um greiðslu hlunninda við starfslok umfram greiðslu uppsagnarfrests.

Þá segir ennfremur að hvorki stjórnarmenn, forstjóri og framkvæmdastjórar eigi hvorki hlutafé í félaginu né lögvarinn rétt til að eignast það.