Heildarfjárhæð lýstra krafna í GMV ehf. (áður Malarvinnsluna) nema tæplega tveimur milljörðum króna. Þar af eru forgangskröfur 177 milljónir króna.

Fyrsti skiptafundur með kröfuhöfum verður haldinn í dag.

Glitnir banki á hæstu veðkröfuna upp á ríflega einn milljarð króna en Frjálsi fjárfestingarbankinn er með veðkröfu upp á 177 milljónir króna.

Byggingadeild fyrirtækisins og einingadeild höfðu verið seldar áður en til gjaldþrots kom með fyrirvara um samþykki skiptastjóra.

Malarvinnslan var að fullu í eigu Kaupfélags Héraðsbúa svf. sem keypti allt hlutafé í félaginu í september í fyrra.