I FS Greining telur hlutabréfakaup í útboði Fjarskipta hf., rekstrarfélags Vodafone á Íslandi, óráðleg fyrir fjárfesta með langtímasjónarmið. „Í okkar huga er félag með rekstur án vaxtar selt á verði sem felur í sér talsverðan vöxt. Félagið er þess utan lítið, í atvinnugrein sem breytist nokkuð hratt og ófyrirsjá- anlega með tækni, samstarfssamningum og reglum,“ segir í virðismati IFS á Vodafone. Virðismatsgengi er samkvæmt greiningunni 25,1 króna á hlut en útboðsgengið er á bilinu 28,8 til 33,3 krónur.

Lokað hlutafjárútboð fyrir stofnana- og fagfjárfesta á 40% hlut í Vodafone fer fram 3. desember næstkomandi. Dagana 4. til 6. desember mun seljandinn, Framtakssjóður Íslands, bjóða til sölu 10% hlut í almennu útboði. Ef eftirspurn verður næg verð- ur 10% hlutafjár seld til viðbótar.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.