IFS greining mælir ekki lengur með því að fjárfestar kaupi bréf í Fjarskiptum hf, eða Vodafone, en fólk haldi þó bréfum sínum. IFS breytir ekki matsgengi á virði félagsins.

Greint hefur verið frá því að gengi bréfa í Vodafone lækkaði um 12% í Kauphöll Íslands í gær. Velta með hlutabréfin nam 211 milljónum króna. Meiri velta var með bréf Vodafone en í nokkru öðru félagi í gær.

Tyrkneskur hakkari réðst inn á vefsíðu Vodafone um helgina og birti í kjölfarið trúnaðarupplýsingar frá viðskiptavinum á veraldarvefnum.