„Skattlagning Alþingis á að vera mjög skýr. Krónutala sem álagning sem framlenging í eitt ár er rétt að mínu mati,“ segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann og fleiri stjórnarandstæðingar mótmæltu harðlega stjórnarfrumvarpi um breytingu á gjalddögum og lækkun sérstaks veiðigjalds sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra, sagði stærstu útgerðirnar sem stundi bolfiskvinnslu hagnast með á breytingu á veiðigjaldinu í stað þeirra litlu eins og stefnt sé að. 

Kristján taldi betur farið að miða álagninguna við fasta krónutölu frekar en prósentur.

Stuttu eftir að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við sagði Sigurður Ingi framkvæmd sérstaka veiðigjaldsins sem taka átti gildi 1. september næstkomandi óframkvæmanlega og og boðaði breytingu á því með bráðabirgðaákvæði til eins árs.