Ása Karen Ásgeirsdóttir, móðir athafnamannsins Jóns Ásgeirs Jóhannesson, hefur sett hús sitt við Laufásveg 69 í sölu. Húsið var byggt árið 1929 og 362 fermetrar. Jón Ásgeir keypti húsið árið 1999 og seldi það móður sinni árið 2010 fyrir 107 milljónir króna þegar hann þurfti að straum af lögfræðikostnaði, m.a. vegna máls slitastjórnar Glitnis gegn honum í New York í Bandaríkjunum.

DV fjallar um húsið í blaðinu í dag og getur þess að Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hafi flutt inn í það í fyrravor. Hann býr þar ekki lengur. Eins og vb.is greindi frá í síðustu viku hefur Jón Ásgeir sinnt ráðgjöf fyrir 365 miðla um langt skeið. Hann tók nýverið yfir þróunarsviði fyrirtækisins. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona hans, er aðaleigandi 365 miðla. DV segir að Ása Karen hafi aldrei búið í húsinu.