Hækkun á húsnæðisverði er í takti við aukinn kaupmátt, að mati Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Hann sagði á fundi sem nú stendur yfir í Seðlabankanum þar sem hann ræðir ásamt Arnóri Sighvatssyni aðstoðarseðlabankastjóra um vaxtaákvörðun Peningastefnunefndar bankann engu að síður fylgjast með þróun mála.

Már var m.a. spurður að því hvort bankinn greindi bólueinkenni á fasteignamarkaði í ljósi hækkunar á íbúðaverði. Már sagði svo ekki vera.

„Það er erfitt að sjá bólueinkennin ennþá. Það getur verið í listaverkum og dýrum bílum en við þurfum ekki að sprengja slíkar bólur,“ sagði seðlabankastjórinn.