Mörg félög í Kauphöllinni lækkuðu í verði í dag. Mest lækkaði verð TM, um 1,43%. Mest viðskipti voru hins vegar með bréf Marel, en þau lækkuðu um 1,17% í 300 milljóna króna viðskiptum. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,43%.

Flest viðskipti voru með bréf Icelandair og Haga, 9 talsins. Viðskipti í Icelandair námu 255 milljónum króna, en lokaverð dagsins var það sama og upphagfsverðið, 25,20 krónur á hlut.

Af First North markaðnum er það að frétta að 4 viðskipti voru með bréf Hampsmiðjunnar og námu þau samtals 7,3 milljónum króna. Það eru meiri viðskipti heldur en voru með bréf Nýherja, Össurar og Regins á Aðalmarkaðnum. Viðskipti með bréf í Hampiðjunni hafa raunar verið nokkuð virk upp á undanfarið og hefur félagið hækkað um 35% á síðustu 12 mánuðum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,21% í 9,2 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði aðeins um 0,02%, en sá óverðtryggði um 0,64%.