Margrét H. Hjaltested hefur verið ráðin sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Actavis á Íslandi.

Sviðsstjóri ber ábyrgð á rekstri tölvukerfa og tölvubúnaðar fyrir allar einingar Actavis á Íslandi, að því er segir í tilkynningu. Staðan heyrir nú beint undir forstjóra.

Margrét varð kerfisfræðingur frá EDB skólanum í Árósum í Danmörku 1990 og hefur unnið sem hugbúnaðarsérfræðingur alla tíð síðan. Fyrst hjá Landsbanka Íslands frá 1991 – 1996, síðan hjá Hug hf. til 2004, er hún gekk til liðs við Actavis. Deildarstjóri varð hún 2008. Margrét er gift Halldóri Ó. Sigurðssyni deildarstjóra hjá Landspítalanum. Þau eiga saman tvö börn.