*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 8. október 2014 11:30

Margrét nýtur fulls trausts og situr áfram

Stjórn N1 hefur yfirfarið hæfi stjórnarformanns félagsins vegna ákæru sérstaks saksóknara.

Ritstjórn
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Stjórn N1 hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hún hafi yfirfarið hæfi Margrétar Guðmundsdóttur, stjórnarformanns félagsins, með tilliti til útgáfu ákæru embættis sérstaks saksóknara á hendur henni.

Segir að stjórnin, að höfðu samráði við Kauphöll Íslands og með vísan til reglna fyrir útgefendur fjármálagernina, geri ekki athugasemdir við áframhaldandi stjórnarstörf Margrétar fyrir félagið, að höfðu samráði við Kauphöll Íslands og með vísan til reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga. Margrét njóti fulls trausts stjórnarinnar nú sem hingað til.