Miklar lækkanir hafa verið á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í kjölfar ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að leggja nýja tolla á innfluttar vörur frá Kína. BBC greinir frá.

FTSE 100 vísitalan og vísitölurnar í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en 2% hvor. FTSE 100 vísitalan féll um meira en 2% og stendur nú í 7.426 stigum.

Tollarnir sem forsetinn hyggst leggja á munu verða 10% og leggjast á allan innflutning frá Kína. Ákvörðunin mun taka gildi þann 1. september á þessu ári.