*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Innlent 10. mars 2020 09:05

Markaðir í Evrópu taka við sér

Evrópskar hlutabréfavísitölur hækka við opnun markaða eftir svartan mánudag — olíuverð hækkar einnig.

Ritstjórn
Verðbréfamiðlari í Mílanó bugaður eftir gærdaginn þegar hlutabréfamarkaðir hrundur víða um heim.
EPA

Eftir sögulegan mánudag, þar sem hlutabréfamarkaðir víða um heim lækkuðu mikið vegna frétta af útbreiðslu kórónuveirunnar og hruns olíuverðs, hækkuðu þeir nú í byrjun dags. Breska hlutabréfavísitalan FTSE 100 hefur hækkað um 2,9% það sem af er degi en hún lækkaði um 7,7% í gær. Þýska vísitalan DAX hefur hækkað um 3% og franska vísitalan CAC 40 hefur hækkað um 3,3%. Ítalska vísitalan FTSE MIB hefur hækkað um 3%.

Brent hráolíuverð hrundi í gær. Um tíma nam lækkunin 30% og var fatið þá komið í 31,02 dollara. Í morgun hefur verðið hækkað aðeins og stendur nú í 35,7 dollurum. Lækkunin í gær má rekja til þess að Sádí Arabía ákvað að auka framleiðslu á sama tíma og eftirspurn hefur hrunið eftir útbreiðslu kórónuveirunnar.

Stikkorð: hlutabréf markaðir