Eftir sögulegan mánudag, þar sem hlutabréfamarkaðir víða um heim lækkuðu mikið vegna frétta af útbreiðslu kórónuveirunnar og hruns olíuverðs, hækkuðu þeir nú í byrjun dags. Breska hlutabréfavísitalan FTSE 100 hefur hækkað um 2,9% það sem af er degi en hún lækkaði um 7,7% í gær. Þýska vísitalan DAX hefur hækkað um 3% og franska vísitalan CAC 40 hefur hækkað um 3,3%. Ítalska vísitalan FTSE MIB hefur hækkað um 3%.

Brent hráolíuverð hrundi í gær. Um tíma nam lækkunin 30% og var fatið þá komið í 31,02 dollara. Í morgun hefur verðið hækkað aðeins og stendur nú í 35,7 dollurum. Lækkunin í gær má rekja til þess að Sádí Arabía ákvað að auka framleiðslu á sama tíma og eftirspurn hefur hrunið eftir útbreiðslu kórónuveirunnar.