Fasteignamarkaðurinn er að jafna sig eftir hrunið og seljast nú um stundir álíka margar íbúðir og árið 2008.

Fram kemur í upplýsingum frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu um fasteignamarkaðinn að í maí hafi selst 504 þúsund nýjar íbúðir. Það er 18,6% aukning frá sama tima í fyrra. Þróun á fasteignaverði helst ekki saman við aukna íbúðasölu en nokkuð hægði á verðhækkun á fasteignamarkaði.