Það sem af er degi hefur verið þónokkur hækkun á gengi hlutabréfa í kauphöllinni og hefur úrvalsvísitala Nasdaq Iceland hækkað um 2,0% og er hún nú komin í 1.725,71 stig.

Mest hafa bréf Símans hækkað eða um 4,71% í 759 milljón króna viðskiptum. Næst mesta hækkunin er á gengi bréfa N1, eða um 2,85%, í 533 milljón króna viðskiptum.

Mest velta hefur verið með bréf Icelandair eða um 1.143 milljónir og hafa bréf félagsins hækkað um 2,67%.  Bréf í Reginn hafa einnig hækkað töluvert, nam hækkunin 2,87% í 283 milljón króna viðskiptum.

Miðlarar sem Viðskiptablaðið ræddi við segja að markaðurinn sé að leiðrétta sig eftir lítil viðskipti og lækkun síðustu daga.