Markaðsaðilar virðast hafa tekið vel í vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun en grænt hefur verið á flestum tölum á hlutabréfamarkaði í morgun. Alls hafa fjórtán félög a nítján hækkað það sem af er degi, fimm hafa staðið stað á meðan eitt hefur lækkað.

Mest hækkun hefur verið á bréfum Icelandair Group eða 3,3% í tæplega 70 milljóna viðskiptum en þar á eftir koma trygginga félögin þrjú sem öll hafa hækkað um 2%. Alls hafa tólf félög hækkað um meira en 1% og þar af átta um meira en 1,5% það sem af er degi og hefur úrvalsvísitalan hækkað um 1,19% en þegar þetta er skrifað nemur veltan á markaðnum rúmlega 1,5 milljörðum króna í alls 75 viðskiptum þar sem mest velta hefur verið með bréf Festi eða 300 milljónir.

Vaxtalækkunin hefur einnig haft áhrif á skuldabréfamarkað. Ávöxtunarkrafa óverðtryggra bréfa hefur lækkað á bilinu 5 til 12 punkta það sem af er degi og er krafan á bréfum á gjalddaga frá 2021 til 2025 nú kominn undir 3%. Þá hefur ávöxtunarkrafa á verðtryggðum bréfum einnig lækkað um 5 til 8 punkta.