Greiningardeild Landsbankans segir hagnað Símans yfir væntingum. Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi nam 929 milljónum miðað við 824 milljónir á sama tíma í fyrra.

Greiningardeild Landsbankans spáði 778 milljóna hagnaði. ?Mismunurinn liggur í lægri fjármagnsliðum og lægra skatthlutfalli en við höfðum gert ráð fyrir," segir í frétt frá greiningardeildinni.

Rekstrartekjur Símans á öðrum ársfjórðungi námu 5,23 milljörðum, samanborið við 5,18 milljarða á öðrum ársfjórðunig árið 2004, og er aukningin um 1%.

?Síminn virðist enn vera að missa markaðshlutdeild á fjarskiptamarkaði og eigum við von á að svo verði áfram enn um sinn," segir greiningardeildin.