Fyrirtæki gera ekki nægilega góðar framtíðaráætlanir, en þær virðast leggja grunninn að velgengni og áframhaldandi rekstri.

Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn Svönu Úlfarsdóttur og Tinnu Kristinsdóttur. Rannsóknin var hluti af BSc-verkefni þeirra við Háskólann í Reykjavík og bar heitið: „Að hve miklu leyti er markaðsstarf tekið inn í verðmat fyrirtækja?“

Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvaða þættir markaðsstarfs eru taldir mikilvægir fyrir fyrirtæki, hvort þessir þættir geti skapað meira virði fyrir þau og ef svo er, hvort þeir bæti verðmat fyrirtækja. Þrettán einstaklingar tóku þátt í rannsókninni og starfa þeir allir við verðmætamat.

Fram kemur í niðurstöðunum að hlutfall markaðsfræðilegra mælikvarða við gerð verðmats er frekar lágt, en þó hærra en búist var við. Þeir sem sátu fyrir svörum nefndu flestir ársreikninga, almennar rekstrarupplýsingar og framtíðarþróun sem þau atriði sem þeir vildu fá fyrir gerð verðmats.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í helgarblaði Viðskiptablaðins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .