Markaðsvirði þeirra íslensku félaga í Kauphöll Íslands sem eru með rekstur í erlendri mynt hefur dregist mikið saman frá áramótum, mælt í erlendu myntinni. Gengi íslensku krónunnar féll sem kunnugt er mikið í marsmánuði, þegar lokaðist á svokölluð vaxtamunarviðskipti. Þar með fengu fjárfestar, svo dæmi sé tekið, færri evrur en áður fyrir hverja krónu sem þeir höfðu fjárfest í íslensku félagi.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum hefur gengi íslenskra rekstrarfélaga, sem eru með starfsemi í erlendri mynt, lækkað mun meira í erlendum myntum en íslenskri krónu. Þessar gjaldeyrissveiflur, sem eru óháðar rekstri félaganna, bætast ofan á sveiflur í gengi þeirra, þannig að erlendir fjárfestar, sem íhuga íslenska fjárfestingarkosti, verða að taka tillit til gengisáhættu við þá ákvörðun.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .