Verðmat Greiningardeildar Landsbankans á innlendum hlutafélögum, bendir til þess að hlutabréfamarkaðurinn sé sanngjarnt verðlagður.

Greiningardeildin hefur spáð fyrir um afkomu 17 skráðra hlutafélaga í Kauphöll Íslands.

"Til skemmri tíma litið teljum við að hlutabréfamarkaðurinn verði áfram mjög viðkvæmur fyrir öllum fréttum varðandi lánshæfi Íslands og íslensku bankanna. Þetta mun væntanlega ekki breytast fyrr en ró skapast um fjármögnun bankanna á alþjóða fjármálamörkuðum. Til lengri tíma eru horfur á hlutabréfamarkaði góðar," segir greiningardeild Landsbankans.

Í krónum talið er gert ráð fyrir mestri hagnaðaraukningu hjá FL Group, þar er reiknað með um 3,5 milljarða hagnaðaraukning og er það um 20% aukning, það er spá greiningardeild að hagnaðaraukning Bakkavarar Group nemi 2,4 milljörðum króna eða sem nemur 66% aukningu og hagnaðaraukning Actavis verði 2 milljarðar króna og er það um 31% aukning.

Afkomuspá greiningardeildar Landsbankans fyrir árið í heild gerir ráð fyrir að hagnaður allra félaganna, nema TM og HB Granda aukist á milli ára.

Þar er gert ráð fyrir að sex félög skili tapi á fyrsta ársfjórðungi og eru ástæðurnar nokkrar. Í fyrsta lagi árstíðasveiflur og á það við um Avion Group, í öðru lagi gjaldfærsla vegna endurskipulagningar og á það við um Össur og í þriðja lagi bókfært gengistap á erlendum skuldum vegna veikingar krónunnar, það á við um HB Grandi, Icelandic Group og Dagsbrún.