Fjárfestingabankinn JP Morgan hefur hækkað markgengi norska fyrirtækisins Norsk Hydro úr 90 norskum krónum yfir í 92 krónur og mælir með yfirvigtun félagsins.

JP Morgan segir að ál sé sá málmur sem markaðsaðstæður séu hvað hagstæðastar um þessar mundir en gengi Bandaríkjadals, verðbólguþrýstingur og vaxtaþróun styður við baki hans að mati sérfræðinga bankans.

Hinsvegar er bent á þá hættu að Norsk Hydro reiði sig á markaði í Evrópu og í Bandaríkjunum sem standa frammi fyrir niðursveilfu.