Hagnaður Markó Partners á síðasta ári nam rúmum 155 milljónum króna og kemur það til hækkunar á eigin fé félagsins. Hagnaður fyrir fjármagnstekjur og gjöld árið 2011 voru um 194 milljónir samanborið við 11,6 milljónir árið áður.

Félagið veitir ráðgjöf á sviði sjávarútvegs við kaup og sölu fyrirtækja og eignarhluta. Það var meðal annars ráðgjafi kanadíska félagsins High Liner Seafood þegar það keypti bandaríska hluta Icelandic Group í nóvember 2011.

Þá hefur félagið veitt ráðgjöf við viðskipti í sjávarútvegi utan Íslands. Markó Partners er í eigu Bergs fjárfestingar ehf. sem aftur er í eigu Kjartans Ólafssonar, framkvæmdastjóra félagsins, og eiginkonu hans, Halldóru Kristjánsdóttur.