Matvælaverð á Íslandi lækkaði um 4,2%  frá upphafi síðasta árs til nóvember 2007, samkvæmt nýrri könnun OECD. Ísland eina landið í könnuninni þar sem matvælaverð lækkar. Verð til neytenda hækkaði um 5,2% á Íslandi á tímabilinu. Ef litið er framhjá orku og matvælum hækkaði verðlagið um 6,5%. Orkuverð hækkaði um 10,6% á Íslandi.

Verð til neytenda hækkaði á OECD svæðinu um 3,3% frá upphafi síðasta árs til nóvember 2007, samanborið við 2,8% frá upphafi síðasta árs til október 2007. Í nóvember hækkaði verðlagið um 0,5% en um 0,3% hækkun milli á september og október.   Orka og matvæli eiga mestan þátt í aukinni verðbólgu, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. Verð til neytenda í orku hefur hækkað um 13,3% milli ára, sé horft til nóvember, samanborið við 8,5% hækkun ef litið er til október, á meðan matvæli hækkaði um 4,6% milli ára í nóvember en um 4,1% milli ára í október.   Ef litið er framhjá mat og orku, hækkaði verð til neytenda um 2% frá upphafi síðasta árs til nóvember, samanborið við 1,9% hækkun í október.