*

miðvikudagur, 11. desember 2019
Erlent 10. júlí 2019 13:23

MAX leikur American Airlines grátt

American Airlines aflýsti um 7.800 flugferðum vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX á öðrum ársfjórðungi.

Ritstjórn
epa

Bandaríska flugfélagið American Airlines greindi frá því í dag að kyrrsetning Boeing 737 MAX að hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi yrði um 185 milljónum dollara lægri en ef félagið hefði getað haft vélarnar í rekstri. Til samanburðar nam hagnaður flugfélagsins á öðrum ársfjórðungi í fyrr um 566 milljónum króna. 

American Airlines sem er með næst stærsta flota af MAX vélunum í Bandaríkjunum sem telur 24 vélar, greindi frá því að félagið hefði þurft að aflýsa 7.800 flugum vegna kyrrsetningarinnar. Til samanburðar gerði Icelandair ráð fyrir 9 MAX vélum í flugáætlun sinni í sumar. Samkvæmt frétt Reuters hefur félagið tekið vélarnar úr áætlunum sínum til 3. september en vegna frétta af áframhaldandi vandræðum MAX vélanna má búast við því að sú dagsetning dragist inn í haustið. Í apríl lækkaði flugfélagið afkomuspá sína fyrir árið um 350 milljónir dollara vegna kyrrsetningarinnar. 

Þrátt fyrir tilkynningu um lægri hagnað á síðasta fjórðungi hækkuðu bréf American Airlines um tæp 2% í viðskiptum fyrir opnun markaða vestanhafs. Gengi bréfa félagsins stendur nú í 33 dollurum á hlut og hefur nær staðið í stað það sem af er ári.