Sala á veitingastöðum McDonalds í Bandaríkjunum hefur minnkað þrá mánuði í röð. Fyrirtækið kennir veðrinu og samkeppnisaðilum um þetta.

Rekstrarhagnaður á fyrsta fjórðungi lækkaði um 4% og fór niður í 1,21 dal á hlut. Sérfræðingar höfðu talið að rekstrarhagnaður færi niður í 1,24 dal á hlut. Tekjur jukust um 1% og námu 6,7 milljörðum dala og var það í takti við spár markaðsaðila.

McDonalds hefur verið í mikilli samkeppni á morgunverðamarkaðnum að undanförnu en 25% af tekjum fyrirtækisins er af sölu morgunverða. Fyrirtækið ákvað að bjóða ókeypis kaffi í mars til þess að bregðast við samkeppninni.

Á meðal helstu samkeppnisaðila McDonalds eru Taco Bell, Burger King og KFC, eins og fram kemur á vef Fortune.