Að meðaltali hefur hver starfsmaður ríkisins 527 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði á þessu ári. Er þá miðað við opinberar tölur um fjölda ársverka hjá ríkinu og launagreiðslur án launatengdra gjalda.

Til samanburðar voru heildarlaun á almennum vinnumarkaði samkvæmt launarannsókn Hagstofu Íslands 454 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Þá hafa laun opinberra starfsmanna hækkað mun meira en annarra frá árinu 2008.

Miðgildið, það eru þau mánaðarlaun sem skipta safninu í tvennt, var hins vegar mun lægra eða 383 þúsund krónur á mánuði. Það segir að tiltölulega fáir einstaklingar voru með mjög há laun sem dró upp meðalmánaðarlaun á almennum vinnumarkaði í fyrra.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .