Heildarlaun námu 438 þúsund krónur að meðaltali í fyrra. Gert er ráð fyrir að þau hækki um 6% á milli ára og fari við það í 464 þúsund krónur á þessu ári miðað við hækkun á launavísitölu. Þetta kemur fram í riti Samtaka atvinnulífsins, Rjúfum kyrrstöðuna.

Í ritinu kemur fram að af laununum fari 67 þúsund krónur í útsvar til sveitarfélaga og 69,5 þúsund krónur til ríkisins í formi tekjuskatts. Þá fara 23 þúsund krónur í tryggingagjald og 81 þúsund krónur í óbeina skatta.

Skatttekjur hins opinbera nema því 240,5 þúsund krónur, eða 51,8% af heildarlaunum.