Meðaltal heildarlauna hjá viðskipta- og hagfræðingum voru 793.000 krónur á mánuði, að því er fram kemur í niðurstöðum kjarakönnunar sem unnin var af PwC fyrir Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

Miðgildi heildarlauna í kjarakönnuninni var 708.000 krónur á mánuði, miðgildið var 727.000 krónur á mánuði og meðaltalið 650.000 krónur.

Þá kemur einnig fram í kjarakönnuninni að fæstir hafa fengið greidda yfirvinnu í febrúar 2013, því miðgildi yfirvinnulauna er 0 krónur, en meðaltalið var 36.000 krónur. Meginlína í launafyrirkomulagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga er því föst mánaðarlaun.

Hagur, tímarit Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, fylgir með Viðskiptablaðinu í þetta sinn. Þar er nánar fjallað um niðurstöður kjarakönnunarinnar.