Bókin Mein Kampf eftir Adolf Hitler seldist upp í Þýskalandi þegar hún var prentuð í fyrsta skipti í um 70 ár. Hitler skrifaði bókina á meðan hann afplánaði fangelsisvist eftir misheppnaða uppreisn árið 1924.

Bókin setti fram tvær hugmyndir sem voru kjarninn í hugmyndafræði Hitlers, annars vegar olnbogarými Þjóðverja, Lebensraum og hins vegar hatur á gyðingum; sem leiddi til helfararinnar.

Bókin var gefin út á árunum fyrir lok seinni heimstyrjaldarinnar í um 12,4 milljónum eintaka. Eftir dauða Hitlers árið 1945 endaði höfundaréttur á bókinni hjá Bæjaralandi í Þýskalandi, en yfirvöld þar bönnuðu útgáfu á bókinni í landinu. Tímalengd höfundarréttar á bókinni er nú útrunnin og má því hver sem er gefa bókina út.

Stofnun samtímasögu í München gaf bókina út með ítarlegum athugasemdum og viðbótum frá fræðimönnum. Forseti stofnunarinnar, Josef Schuster, sagði að hann vonaðist til að athugasemdirnar myndu hjálpa til við að hrekja niður ómannúðlegar ranghugmyndir Hitlers og að berjast gegn gyðingahatri.

Menntamálaráðherra Þýskalands, Johanna Wanka, sagði að útgáfan ætti heima í kennslustofum um allt Þýskaland til að tryggja að hugmyndir Hitlers yrðu ekki kynntar ógagnrýndar.

Nýja útgáfum er um 2000 blaðsíður, en fyrsta upplag var 4.000 eintök, en um 15.000 forpantanir voru lagðar inn.