Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans var 13,8% meiri í nóvember metinn á föstu verðlagi en í nóvember í fyrra. Aflinn var 3,9% meiri afli í mánuðinum en í fyrra metinn á föstu verði, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Aflinn dróst saman á milli ára, hann nam 81.874 tonnum í mánuðinum í ár en var 90.570 tonn í fyrra sem er 9,6% samdráttur á milli ára.

Hagstofan segir að botnfiskafli jókst um 3.300 tonn frá nóvember í fyrra og nam hann tæpum 41.200 tonnum. Afli uppsjávartegunda nam tæpum 38.100 tonnum, sem er rúmlega 12.700 tonnum minni afli en í nóvember í fyrra. Hagstofan segir að samdráttinn megi rekja til um 10.900 tonna minni síldarafla. Ekkert veiddist af loðnu í mánuðinum.