Meiri ró er komin á markaðina í heiminum í dag og hækkuðu markaðir í Rússlandi um 3% við opnun í morgun.

FTSE 100 vísitalan í Bretlandi og Dax vísitalan í Frankfurt hækkuðu um 1% í viðskiptum í morgun. Þessi þróun varð jafnvel þó að Rússar hafi sagt að gjaldeyrisvarasjóður þeirra yrði ekki lengur í dölum.

Helsti gasframleiðandinn í Rússlandi, Gazprom, fullyrti líka að hann myndi í næsta mánuði afturkalla afslátt sem gefinn hefur verið á gasi í Rússlandi.