Lýsi hf. hef­ur keypt meiri­hluta hluta­fjár í Akra­borg ehf. Eft­ir kaup­in mun Born­holms A/​S,  í eigu Christian Sieverts og fjöl­skyldu, áfram eiga stór­an hlut í fyr­ir­tæk­inu.

Akra­borg  var stofnað árið 1989 og hefur verið leiðandi í fram­leiðslu á hágæða niðursoðinni þorsklifur og er í dag stærsti framleiðandi sinnar tegundar í heiminum.  Hjá Akra­borg ehf. starfa 40 manns og verður starf­semi fé­lags­ins óbreytt eftir kaupin.

Kaup­in voru gerð með fyr­ir­vara um samþykki samkeppnisyfirvalda.

Stærstu eigendur Lýsis eru Katrín Pétursdóttir og Gunnlaugur Gunnlaugsson.