Meirihluti Stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar lítur svo á að mál fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var 8. janúar 2015. Þetta kemur fram í áliti meirihlutans, sem Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, birti rétt í þessu á Facebook .

Að baki meirihlutaálitinu standa þingmennirnir Vigdís Hauksdóttir, Karl Garðarsson, Haraldur Einarsson, Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen.

Í álitinu segir að Hanna Birna hafi að auki borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni sem ráðherra. „Rétt er að geta þess að fyrrum aðstoðarmaður ráðherra hefur hlotið dóm fyrir brot í starfi,“ segir í álitinu.