Meðal stjórnenda telja 28,2% að krónan sé vonlaus gjaldmiðill til framtíðar, samkvæmt stjórnendakönnun MMR og Viðskiptablaðsins. Meira en helmingi færri, eða rúm 12%, eru á því að krónan sé hreint ágæt til slíks brúks.

Þó þarna muni miklu eru skoðanir stjórnenda á krónunni greinilega alls ekki á eina og sömu bók lærðar. Dreifing svaranna er líka mikil, svo þar nýtur engin skoðun afgerandi hylli. Með tilliti til efnahagsástandsins og hvenær unnt væri að skoða gjaldmiðilsskipti með raunhæfum hætti er enda lítil ástæða til þess að menn geri upp hug sinn hér og nú.

Séu svörin greind eftir veltu fyrirtækjanna er lóðbein fylgni milli stærðar fyrirtækja og áhuga stjórnenda þeirra til þess að kasta krónunni fyrir annan gjaldmiðil. Eins er áberandi meiri áhugi á því á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi og karlar vilja fremur losa sig við hana en konur. Hitt kann einhverjum að þykja athyglisvert að það eru stjórnendur undir fertugu, sem mestri tryggð halda við krónuna.

Viðhorf til krónunnar samkvæmt stjórnendakönnunar MMR
Viðhorf til krónunnar samkvæmt stjórnendakönnunar MMR

Ítarlega er grient frá niðurstöðum stjórnendakönnunar MMR og Viðskiptablaðsins í 12 blaðsíðna sérblaði sem fylgir nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.