Meniga-samstæðan tapaði 47,2 milljónum króna árið 2013, að því er fram kemur í ársreikningi. Árið 2012 var 89,2 milljóna króna hagnaður af rekstri samstæðunnar. Munurinn liggur í því að rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði og afskriftir var árið 2013 neikvæð um 37,9 milljónir, en var jákvæð um 96,7 milljónir árið 2012. Eignir félagsins námu í árslok 2013 1.080,6 milljónum króna, skuldir námu 186,8 milljónum og eigið fé var því 893,8 milljónir.

Í október 2013 sótti Meniga um heimild fyrirtækjaskrár til að gera bókhald sitt og ársreikning í evrum þar sem meirihluti tekna félagsins kom frá útlöndum. Umsóknin var samþykkt í ársbyrjun 2014 og munu ársreikningar fyrirtækisins því framvegis vera í evrum. Georg Lúðvíksson er framkvæmdastjóri Meniga.