Merkel og Sarkozy, sem sumir fjölmiðlar eru farnir að kalla „Merkozy“ óttast ekki mögulega lækkun Standard & Poor‘s á lánshæfiseinkunn evruríkjanna. Slík lækkun myndi hafa mest áhrif á á Þýskalnd, Frakkland, Holland, Finnland, Lúxemborg og Austurríki sem öll eru með þrefalt A í lánhæfiseinkunn.

Í sameiginlegri yfirlýsingu eftir að S&P hafði greint frá því að lánhæfiseinkunn evruríkjanna hefðu verið sett á athugunarlista, sögðu Merkel og Sarkozy „Frakkland og Þýskland í sameiningu ítreka vilja sinn til þess að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða í samvinnu við aðildarlöndin og evrópskar stofnanir til þess að tryggja stöðugleika á evrusvæðinu."