Angela Merkel kanslari Þýskalands sannfærði evrópska kollega sína um að endurskipuleggja nýjan 500 milljarða evra björgunarsjóð þannig að ríkin þurfi ekki að ábyrgjast háar fjárhæðir strax við stofnun hans. Sjóðurinn sem um ræðir verður settur á laggirnar árið 2013.

Financial Times fjallar um málið og segir að sjóðurinn þurfi 80 milljarða evra í lausafé og 620 milljarða til viðbótar í formi trygginga og eigna sem hægt er að sækja.

Björgunarsjóðinum er ætlað að vera til taks ef illa fer og hafa Grikkir og Írar þegar þurft að sækja í þann björgunarsjóð sem nú er starfræktur. Í fyrstu stóð til að hvert evruríki myndi leggja nýjum og stærri sjóði til 40 milljarða evra við stofnun hans árið 2013. Þýskaland, með Merkel fremsta í flokki, taldi það hinsvegar of há eingreiðsla. Í staðinn greiða lönd 16 milljarða evra á ári í fimm ár.