Kanslari Þýskalands
Kanslari Þýskalands
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafnar afdráttarlaust sameiginlegri skuldabréfaútgáfu evruríkja sem lausn á skuldavanda ríkjanna. Hún sagði í dag að sameining skulda myndi ekki leysa vandann. Fréttastofa Reuters greinir frá.

Merkel segir að sameiginleg vaxtakjör kalli á svipaða samkeppnishæfni landanna og líka stöðu ríkisfjármála. Það náist ekki með því að gefa út sameiginleg skuldabréf. Hún sagði ennfremur að engin skjót töfralausn sé í boði á skuldavandanum, aðeins sú að hvert ríki bæti fjárhagsstöðu sína skref fyrir skref.